Fara í efni
Dags Tími
12 .okt '18 20:00

Mið-Ísland snýr aftur í Hof með nýja uppistandssýningu, Á tæpasta vaði þann 12. október. Sýningar hópsins eru nú orðnar vel yfir 400 talsins og hafa þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð selt hátt í 80 þúsund miða á uppistand sitt.

 

Í uppistandi Mið-Íslands fer saman mikil reynsla af uppistandi og næmni fyrir því sem efst er á baugi. Ekkert uppistand á Íslandi hefur náð viðlíka vinsældum og er það ekki síst vegna þess að sýningar hópsins eru síbreytilegar og spegla tíðarandann. Á sýningum hópsins gefst þjóðinni kostur á að hlæja að sorgum sínum í öruggu umhverfi með góðum vinum.