Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamraborg

LOVESTAR

LoveStar er vísindaskáldsaga eftir Andra Snæ Magnason sem kom út árið 2002. Bókin naut mikilla vinsælda og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú  þessa æsispennandi sögu á svið í leikstjórn Einars Aðalsteinssonar en sýningin er unnin eftir leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar.

.

Sagan er ádeila á tæknisamfélagið meðal annars er hægt að reikna út sálufélaga sína og þegar fólk deyr er líkömum þeirra skotið út í geim sem síðan verða að stjörnuhröpum. Allt þetta er á vegum stórfyrirtækisins LoveStar. Forstjóri fyrirtækisins heitir einnig Lovestar og þarf hún að glíma við ýmis vandamál sem koma upp á meðan hún tekur yfir heiminn.

 

Indriði og Sigríður eru saklaust og ástfangið ungt fólk sem þráir ekkert meira en hvort annað. Þau vilja ekki lifa án hvors annars en er óvænt stíað í sundur og þau þurfa að kljást við LoveStar á sinn eigin hátt með ástina að vopni.

LoveStar er stórskemmtileg sýning sem allir geta tengt við á einhvern hátt. Húmor í bland við djúpar tilfinningar og spennuþrungið andrúmsloft tryllir taugarnar og fær mann til að hugsa, gráta og hlæja.