Fara í efni
Dags Tími
02 .des '17 20:00

Aðventan hefst í Hofi með Norðlenskum konum í tónlist

Ljósin ljómandi skær eru tónleikar þar sem tónlistarkonurnar leiða okkur inn í aðventuna með hlýju og ró efst í huga og flytja þekkt, minna þekkt og glæný jólalög í hugljúfum og skemmtilegum útsetningum.

Fram koma Ave Sillaots, Ásdís Arnardóttir, Ella Vala Ármannsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Helga Kvam, Kammerkórinn Ísold undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, Kristjana Arngrímsdóttir, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir.

Heiðursgestur er Helena Eyjólfsdóttir

Norðlenskar konur í tónlist er hópur kvenna sem vinnur að því að efla samstöðu meðal tónlistarkvenna á Norðurlandi og hvetja þær til frumsköpunar og samstarfs. Ljómandi ljósin skær eru fyrstu jólatónleikar kvennana, en þær hafa starfað saman í ýmsum myndum frá árinu 2015 og haldið fjölda tónleika um land allt og hlotið mikið lof fyrir.

 

Miðaverð fyrir börn 16 ára og yngri er 2.950 krónur og er bókanlegt í miðasölunni í Hofi.

Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins styrkir tónleikana