Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamraborg

LA perlur

Revíuskotnir sinfóníutónleikar í léttum dúr 

 

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hyllir afmælisbarnið

 

Þau Selma Björnsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Andrea Gylfadóttir, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Greta Salóme Stefánsdóttir og ljóti hálfvitinn séra Oddur Bjarni Þorkelsson verða í broddi fylkingar listamanna þegar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, ásamt góðum gestum, hyllir afmælisbarnið Leikfélag Akureyrar í tóni og tali á léttu nótunum. Flutt verða söngleikjalög, revíulög, farsakennd lög, popplög, rokklög og aríur sem ómað hafa einhvern tíma í Samkomuhúsinu síðustu öldina. Stiklað verður á stóru í sögu LA og ekki ólíklegt að farið verði með gamanmál. 

Í áranna rás hafa leikhúsgestir af öllu landinu upplifað ógleymanlegar stundir í áður stóra en nú litla leikhúsinu með stóra hjartað á Akureyri. Það gengur undir nafninu Samkomuhúsið. Stundum hafa sönglögin út leikritunum eða söngleikjunum verið uppspretta þessara góðu minninga. Þar má nefna lögin úr Fiðlaranum á þakinu, Óliver, Delerium bubonis, Þið munið hann Jörund, Gulleyjunni, Söngvaseiði, Kysstu mig Kata og fleiri verkum. Á tónleikunum rifjum við upp þessar töfrastundir. 

Landsbankinn er styrktaraðili LA perlna. 

 

Listrænn stjórnandi: Greta Salóme Stefánsdóttir

Heiðursgestir: Saga Jónsdóttir, Sunna Borg og Gestur Einar Jónasson

Tónskáld og textahöfundar: Ýmsir

Útsetningar: Kjartan Valdemarsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson