Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamraborg

Krúnk krúnk & dirrindí

Gleðisprengja fyrir fjölskylduna með tónlist sem fær alla til að syngja með.

Litrík og fjörug fjölskylduskemmtun þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt kór, dönsurum og leikara bjóða uppá fuglakabarett. Krummi er veislustjóri á skemmtistaðnum Fenjamýri og kynnir til leiks helstu farfugla, spéfugla og spáfugla og segir frá ferðalögum þeira á sinn einstaka og gamansama hátt.

Það er fjör í mýrinni og fuglarnir syngja, dansa og rappa.

 

Höfundar: Daníel Þorsteinsson og Hjörleifur Hjartarson

Leikstjóri: Agnes Wild

Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir

Danshöfundar: Katrín Mist Haraldsdóttir

Leikari: Jóhann Axel Ingólfsson

 

Tónleikasýningin er um klukkustund að lengd. 

 

Sýningin er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar.