Dagsetningar og tími:
25.05.2019 - kl. 00:00
26.05.2019 - kl. 00:00
27.05.2019 - kl. 00:00
28.05.2019 - kl. 00:00
29.05.2019 - kl. 00:00
30.05.2019 - kl. 00:00
31.05.2019 - kl. 00:00
01.06.2019 - kl. 00:00
02.06.2019 - kl. 00:00
03.06.2019 - kl. 00:00
Salur: Hamragil

Höggmyndir - Jón Laxdal

Jón Laxdal, sem fæddist árið 1950 á Akureyri, nam heimspeki við Háskóla Íslands og gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1974. Jón var einn þeirra sem stóðu að blómlegri starfsemi Rauða hússins á Akureyri og setti þar upp sína fyrstu einkasýningu árið 1982. Klippimyndir hafa verið hans helsta viðfangsefni allar götur síðan. Verkum Jóns má lýsa sem ljóðrænni naumhyggju en þau spanna í raun mun víðara svið. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum sýningum víðs vegar um heim og eru að finna á fjölda safna. Hann var kjörinn Bæjarlistamaður á Akureyri árið 1993. 

Að þessu sinni ber sýning Jóns yfirskriftina Höggmyndir. Á sýningunni eru bæði glæný og eldri verk.

Jón opnar myndlistarsýningu sína í Hofi laugardaginn 25. maí klukkan 16.00. Léttar veitingar. Allir velkomnir.