Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamraborg

Jólatöfrar Steps dancecenter

Nú er heldur betur að styttast til jóla og því tilvalið að setjast niður í amstri dagsins og horfa á töfrandi jóladanssýningu Steps Dancecenter. Sýningin er opin öllum dansunnendum,  ungum sem öldnum en um er að ræða danssýningu við uppáhalds jólalögin dansskólans. Við fáum að sjá dansverk við Let it snow með Frank Sinatra, I saw mommy kissing santa claus með Michael Jackson, Ég hlakka svo til með Svölu Björgvins auk fjölda annara jólalaga.

Almenn miðasala hefst 29. nóvember.