Fara í efni
Dags Tími
26 .jan '19 19:30

Breski grínistinn Jimmy Carr er orðinn að lifandi goðsögn í heimalandi sínu og Bandaríkjunum og hann túrar stanslaust. Í þessari nýju sýningu hefur hann safnað sama bestu bröndurunum frá öllum ferlinum og blandað þeim saman við splunkunýtt efni.

Ég hef aldrei beðist afsökunar á bröndurunum mínum. Ég hef kannski sagt: mér þykir leitt að ég hafi móðgað einhvern, en þetta var brandari! Það besta sem ég veit er að heyra fólk hlæja um leið og þau taka andköf þegar þau fatta að þau ættu ekki að vera að hlæja að þessu” segir Jimmy.

Jimmy er þekktur fyrir svartan húmor og einstakan hlátur. Hann hefur verið í bransanum í yfir 20 ár, farið á níu uppselda heimstúra og komið fram fyrir rúmlega tvær milljónir manna í fjórum heimsálfum. Jimmy vann British Comedy verðlaunin fyrir besta uppistands túrinn og var tilnefndur til Perrier verðlauna.

Jimmy kemur fram 26. janúar í Hofi á Akureyri og 27. janúar í Háskólabói. Miðaverð er aðeins 7.990 kr. bæði í Reykjavík og á Akureyri og eingöngu er selt í númeruð sæti.

Dagskrá kvöldsins:

16:30 - Miðasala- og afhending hefst í Hofi

18:30 - Húsið opnar

19:00 - Salur opnar

19:30 - Jimmy Carr

21:00 - Áætluð lok*

*Dagskrá getur riðlast og er birt með fyrirvara.

ATH. ekkert hlé er á sýningunni.

- Nánar um sýningarnar í Reykjavík hér
- Umsjón: Sena Live
- Sjá mynd af sal hér