Dagsetning: 15.01.2020
Tími: 17:30
Salur: Hamrar

Íþróttamaður Akureyrar 2019

Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 15. janúar þar sem lýst verður kjöri íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar.

Dagskrá:

  • Hátíðin sett, formaður ÍBA flytur ávarp
  • Fulltrúi Frístundaráðs flytur ávarp
  • Viðurkenningar vegna landsliðsfólks og Íslandsmeistara
  • Heiðursviðurkenning Frístundaráðs
  • Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Akureyrar árið 2019
  • Léttar veitingar

Athöfnin er opin öllum.

Húsið verður opnað kl. 17.00, athöfnin hefst kl. 17.30