Kaupa miða
Dagsetning: 03.11.2018
Tími: 20:00
Verð frá: 7.990 kr.
Salur: Hamraborg

Halloween Horror Show

Halloween Horror Show sló rækilega í gegn í fyrra og seldist upp á mettíma. Hryllilegasta tónleikasýning sögunnar mætir nú í fullum skrúða í Hof 3.nóvember með einhverju af fremsta tónlistarfólki Íslands. Fram koma Magni, Birgitta Haukdal, Stebbi Jak, Greta Salóme, Dagur Sigurðsson, Ólafur Egill, ásamt karlakór, hljómsveit, bakröddum, dönsurum og leikurum.

Á tónleikunum verða leikin lög eins og Highway to Hell, Zombie, Creep, Superstition og fleira í nýjum útsetningum.

Tónleikasýning þar sem öllu er tjaldað til og enginn fer óskelkaður út. Á undan sýningunni verður klukkutíma fordrykkur í andyri Hofs með alls kyns uppákomum og gestir geta hitað upp fyrir tónleikana. Tónleikagestir eru hvattir til að mæta í búningum og vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta búninginn.

Leikstjórn er í höndum Gretu Salóme og Ólafs Egils og um leikmynd og búninga sér Elma Bjarney Guðmundsdóttir.

Tónleikasýning sem á sér enga líka og enginn má missa af. Þorir þú?