Fara í efni
Dags Tími
01 .mar '19 20:00
02 .mar '19
03 .mar '19
04 .mar '19
05 .mar '19
06 .mar '19
07 .mar '19
08 .mar '19
09 .mar '19

Fullkomið brúðkaup gerist á hóteli á brúðkaupsdaginn hjá Rakel og Bjarna en eins og gjarnan er í gamanleikjum, fer ýmislegt úrskeiðis.

Bjarni gerir hryllileg mistök kvöldið fyrir brúðkaupið þeirra og þarf einhvern veginn að fela þau. Trausti svaramaður Bjarna þarf að hylja yfir mistökin en veit ekki alveg hvers eðlis þau eru. Rakel veit að það er eitthvað grunsamlegt í gangi en nær ekki að finna út hvað það er sem þeir félagar eru að bralla. Á meðan er Þröstur pabbi Rakelar að passa uppá að allt sé fullkomið því þetta á að vera fullkomið brúðkaup en Ágústa móðir Rakelar er ekki að vinna með honum í því máli. Nanna þerna dregst inní mál Bjarna á skringilegan hátt en málinu hefði kannski verið bjargað ef Nína kærasta Trausta hefði bara komið strax.

Lífleg og skemmtileg sýning þar sem gestir sitja til borðs í salnum. 1862 bistro er með ýmis tilboð á mat og drykk sem gestir njóta á meðan sýningu stendur. 

Leiksýningin er framtak Draumaleikhúsins í samstarfi við Umboðsstofuna Orum og 1862 Nordic Bistro. Draumaleikhúsið er nýtt leikfélag stofnað af Pétri Guðjónssyni en leikfélagið setti upp Gutta og Selmu í fyrra.

 

 

Leikarar eru: Bernharð Arnarson, Freysteinn Sverrisson, Inga María Ellertsdóttir, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Símon Birgir Stefánsson, Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir og Sjöfn Snorradóttir.

 

Höfundur: Robin Hawdon

Þýðing: Örn Árnason

Leikstjóri: Pétur Guðjónsson

Aðstoðarleikstjóri: Jokka G.Birnudóttir

Útlit: Harpa Birgisdóttir og Hrafnhildur Sunna Eyþórsdóttir

Önnur listræn aðstoð: Sindri Snær Konráðsson Thorsen

Hönnun: Valgeir Andri Ríkharðsson

Framkvæmdarstjórn: Kristján Blær Sigurðsson

 

Uppsetningin er í samstarfi við Orum og 1862 Nordic Bistro en á sýningunni gefst gestum tækifæri á að fá gleði, gaman og gott í magann.