Dagsetning: 13.06.2018
Tími: 20:00

Fornbílahittingur

Félagar í fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar hittast öll miðvikudagskvöld í sumar, þegar veður leyfir, fyrir utan Menningarhúsið Hof. Þar stilla þeir upp glæsibifreiðum fyrri tíma og bjóða gestum og gangandi að virða bílana fyrir sér að innan sem utan.

Fornbílahittingurinn er samstarfsverkefni Bílaklúbbs Akureyrar, MAk og Akureyrarstofu. Jafnframt verður viðburðurinn hluti af Listasumri og þá fjölgar óvæntum uppákomum við Hof á miðvikudagskvöldum.