Fara í efni
Dags Tími
28 .jún '18 20:00

Hvernig skilgreinir þú dans? Hver er munurinn á hreyfingu og dansi? Myndirðu segja að það að kasta bolta, eða að teygja sig eftir glasi í hillu gæti verið dans? Erum við þá dansandi allan daginn? Hvar er veggurinn sem skilgreinir hversdags hreyfingar frá hreyfingum einhvers sem “er að dansa”? Er sá veggur æfing? Er sá veggur hindrandi? Hvernig dansarðu í partíi með vinum þínum? En ef þú þekkir engann í partíinu? Hvernig dansarðu við tónlist? En án tónlistar? En með eða án áfengis? Erum við hrædd við að hreyfa okkur undir mismunandi kringumstæðum? Af hverju getum við ekki bara sleppt okkur og dansað?

 

Dansarar:

Urður Sahr og Katrín Birna 

 

Enginn aðgangseyrir-allir velkomnir.

 

Viðburðurinn er styrktur af Listasumri og Menningarfélagi Akureyrar,