Dagsetning: 01.01.1970
Tími: 00:00
Salur: Hamrar

Einu sinni á ágústkvöldi

Einu sinni á ágústkvöldi - Sönglög Jónasar og Jóns Múla Árnasonar.

 

Þórhildur Örvarsdóttir söngur

Pálmi Óskarsson söngur

Helga Kvam píanó

 

Þríeykið Helga, Hilda og Pálmi eru hluti af tónleikaröð Listasumars með sönglagadagskrá úr smiðjum Jónasar og Jóns Múla Árnasona. Þeir bræður sömdu fjöldann allan af söngleikjum, þar sem málefnum líðandi stundar voru gerð skil á léttan og spaugsaman hátt. Fjöldamörg lög úr þessum söngleikjum hafa lifað með þjóðinni æ síðan t.d. Undir Stórasteini, Án þín og Fröken Reykjavík. Jónas Árnason samdi að auki texta við erlend lög og kunnust hafa orðið kvæði hans við bresk þjóðlög.

Ljúft og skemmtilegt ágústkvöld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

 

Tónleikarnir eru hluti af Listasumri og í samvinnu við Menningarfélag Akureyrar.