Fara í efni
Dags Tími
05 .júl '18 11:00

Listasmiðja fyrir börn – Stórval í 110 ár

Listasmiðja fyrir börn í Menningarhúsinu Hofi, fimmtudaginn 5.júlí kl. 11:00.

Í listasmiðjunni gefst börnum tækifæri til þess að koma saman og mála sitt eigið verk í anda myndlistarmannsins Stórvals undir leiðsögn Höllu Jóhannesdóttur. 

Smiðjan er fer fram í tengslum við myndlistarsýninguna Stórval í 110 ár sem haldin er í Menningarhúsinu Hofi á listasumri.
Stefán V. Jónsson frá Möðrudal eða Stórval var þekktur fyrir einfaldan og naívískan stíl sem málaði gjarnan hesta, kindur og fjallið Herðubreið. 

Listasmiðjan hentar aldurshópnum 5-10 ára en börn á öllum aldri eru að sjálfsögðu velkomin í fylgd með forráðamanni. 

 

Viðburðurinn er styrktur af Listasumri á Akureyri og Menningarfélagi Akureyrar. 

Ekkert þátttökugjald en skráningar krafist - skráning fer fram HÉR