Umsóknareyðublað

 

 

Auglýst er eftir umsóknum í listsjóðinn VERÐANDI fyrir viðburði á tímabilinu 1. september 2019 – 31. júlí 2020.
 

 

Sjóðurinn veitir styrki til viðburða í Menningarhúsinu Hofi og Samkomuhúsinu. Helstu markmið hans eru auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnanna að nýta sér þá fyrirmyndar aðstöðu sem Hof og Samkomuhúsið bjóða upp á, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsunum og nýta möguleika þeirra sem best. 

Styrkur til verkefnis gengur til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, grunntæknibúnaði, tækniþjónustu og af auglýsingu í ljósakassa.
 

 

Hverjir geta sótt um?

Umsækjendur geta verið einstaklingar eða hópar sem hyggjast vera með listviðburð í Hofi eða Samkomuhúsinu.

 

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel :

 

HÉR SÆKIR ÞÚ UM

 

Í umsókninni skal koma fram: 

  • greinargóð lýsing á verkefninu og markmiðum þess
  • kostnaðaráætlun
  • ferilskrá helstu þátttakenda
  • dags- og tímastetning sem óskað er eftir fyrir viðburðinn
  • salur sem óskað er eftir að viðburðurinn fari fram í (Hamraborg, Hamrar, Naust)

 

Umsóknarfrestur: 

til miðnættis 8. maí 2019.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar netfang hennar er kristinsoley@mak.is

 

Listsjóðurinn VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélags Akureyrar og Menningarfélagsins Hofs.