Fara í efni

VERÐANDI 2021

Í tilefni 10 ára afmælis Menningarhússins Hofs er auglýst eftir umsóknum í Listsjóðinn VERÐANDI fyrir listviðburðaröð fyrir VERÐANDI sem fram fer í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaga í júní og ágúst 2021.

Sjóðurinn veitir styrki til kostnaðar vegna afnota af salarkynnum, tæknibúnaði og tækniþjónustu ásamt auglýsingu í ljósakassa.

Helstu markmið sjóðsins eru að auðvelda ungu listafólki og þeim sem standa utan stofnanna að nýta sér þá fyrirmyndar aðstöðu sem Hof hefur uppá að bjóða, stuðla að fjölbreytileika í listviðburðum í húsunum og nýta möguleika þeirra sem best.

VERÐANDI er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningafélags Akureyrar.

Umsóknarfrestur er til 26. janúar. 

Auglýsing VERÐANDI má sjá HÉR  

HÉR SÆKIR ÞÚ UM