SAMKOMUHÚSIÐ

Glæsileiki og fágun í Samkomuhúsinu 

Samkomuhúsið er með glæsilegustu húsum landsins frá byrjun síðustu aldar. Það nýtur sín ákaflega vel í bæjarmyndinni, á Barðsnefi, og er eitt helsta kennileiti Akureyrar, glæsilegt og háreist. Í húsinu hefur átt sér stað merkur kafli í leiklistarsögu Íslendinga en þar hefur verið leikið samfleytt í heila öld.

Salurinn tekur 210 manns í sæti sem eru föst á hallandi gólfi og svölum í hefðbundinni leikhúsuppstillingu. Hljómburðurinn í Samkomuhúsinu er rómaður og mögulegt er að laga sviðið að eðli og umfangi ólíkra viðburða. Í Samkomuhúsinu er góð baksviðsaðstaða, þar sem meðal annars má finna 5 búningsherbergi, græna herbergið og aðstöðu fyrir hár og smink. Sviðið er um 100 fermetrar

Í Samkomuhúsinu er fullkomið hljóðkerfi og hentar vel bæði fyrir rafmagnaða og órafmagnaða tónlist.

Í Samkomuhúsinu er fullkominn ljósabúnaður, mistvél, myndavarpi og sýningatjöld.  Á sviðinu er ráarkerfi, sviðstjöld og annar búnaður sem notendur hússins geta fengið afnot af.