Hamrar

Hamrar eru stílhreinn og ómgóður valkostur með mikinn sveigjanleika 

Hamrar er minni salurinn í Hofi.  Í Hömrum er flatt gólf, lausir stólar og laust svið sem gerir það að verkum að auðvelt er að aðlaga salinn að óskum notenda hverju sinni og gefur þetta kost á margs konar uppsetningu.  Salurinn getur tekið allt að 200 manns í sæti. 

Salurinn er viðarklæddur í hólf og gólf með ljósum panel. Í hönnuninni var mikil áhersla lögð á hljómburð og hentar salurinn vel til tónlistarflutnings bæði fyrir rafmagnaða og órafmagnaða tónlist. Hægt er að stilla ómtímann í salnum með drapperingum meðfram veggjum og upp í  lofti.

Í salnum er fullkomið hljóðkerfi og ljósabúnaður, þráðlaus nettenging, skjávarpi og tjald. Að auki má nefna að salurinn hentar ákaflega vel fyrir upptökur.Sætaskipan í salnum
 

Uppröðun á sal Fjöldi sæta
Hefðbundin tónleikauppröðun Allt að 200 sæti