Hamraborg

Hamraborg skapar glæsilega umgjörð utan um þá viðburði sem fara fram í salnum

Hamraborg

Hamraborg er aðalsalur Hofs með 510 sætum sem eru föst á hallandi gólfi í hefðbundinni bíóuppstillingu. Salurinn hefur að geyma fullkomið hljóðkerfi og hentar vel bæði fyrir rafmagnaða og órafmagnaða tónlist.

Sviðið er 280 fermetrar með hljómsveitargryfju og hægt er að aðlaga það að óskum notenda hverju sinni meðal annars með hljóðdrapperingum og sviðstjöldum.

Sviðið er einnig hægt að nýta sem svokallaðan svartan kassa (Black Box) sem tekur allt að 200 manns í sæti. Viðburðagestir ganga þá inn baksviðs, fortjald er dregið fyrir salinn og sviðspallar notaðir til að byggja upp áhorfendapalla eða svið.

Hljómburður í salnum er mjög góður, ómtími stillanlegur og hljóðdreifing eins og best verður á kosið. Hljóðskildir á veggjum eru úr timbri og einnig eru hljóðgardínur til dempunar á ómtíma.

Í Hamraborg er fullkominn ljósabúnaður, mistvél, myndavarpi og sýningatjöld. 

Í salnum eru 21 flugrá, sviðstjöld og annar búnaður sem notendur hússins geta fengið afnot af.

 Sætaskipan í salnum
 

Uppröðun sæta Fjöldi gesta
Salur 275 gestir
Salur og svalir 510 gestir
Svið (Black box) 200 gestir