Tónlist og sviðslist

Í Hofi er frábær aðstaða fyrir viðburði af ýmsu tagi

Í Hofi eru tveir stórir salir, Hamraborg og Hamrar. Hamraborg er með 510 sætum sem eru föst á hallandi gólfi í hefðbundinni bíóuppstillingu. Í Hömrum er flatt gólf, lausir stólar og laust svið. Hljómburðurinn í salarkynnum Hofs er eins og best verður á kosið og auðvelt er að aðlaga salina að eðli og umfangi ólíkra viðburða. Í Hofi er rúmgóð baksviðsaðstaða í kjallara hússins, þar sem meðal annars má finna fimm búningsherbergi, græna herbergið og aðstöðu fyrir hár og smink.

Samkomuhúsið er einstaklega fallegt og glæsilegt hús jafnt að innan sem utan enda nærri 110 ára gamalt leikhús nærri hjarta Akureyrar. Salurinn tekur 210 manns í sæti sem eru föst á hallandi gólfi í hefðbundinni leikhúsuppstillingu. Með því að smella á flipana vinstra megin á síðunni er hægt að fá nánari upplýsingar um aðstöðu MAk fyrir tónlist og sviðslist.