Önnur rými

 

Í anddyri hússins er fullkomin þjónustumiðstöð, með ljósritunaraðstöðu, tölvum, netsambandi og símum. Á sömu hæð er glæsilegt opið tengirými með mikilli lofthæð sem hentar til sýningarhalds og kynninga og forsalur fyrir framan aðalsalinn sem hentar vel fyrir móttökur og sýningar.

Fatahengi er í forsalnum fyrir framan aðalsalinn. Hægt er að panta þjónustu í fatahengið í tengslum við uppákomur í húsinu.