Naust

Opin og bjartur með fallegu útsýni

Naust er forsalur fyrir framan Hamraborg, aðalsal hússins. Salurinn einn og sér tekur um 250 manns í sæti m.v. bíóuppröðun, en 450 manns í standandi veislu.

Salurinn er mjög opinn og þar er hátt til lofts, hann er bjartur og hefur fallegt útsýni inn Eyjafjörðinn. Í Nausti eru stórir gluggar og glerhurðir út á fallega og skjólgóða verönd til suðurs sem er alveg við sjóinn. Salurinn er tilvalinn fyrir móttökur og veislur af ýmsu tagi.