SAGA HLJÓMSVEITARINNAR 1993 - 2009

Á vefslóðinni snsaga.urmull.com er vefur sem geymir upplýsingar um Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frá stofnun hennar haustið 1993 til vors 2009. Á þessum tíma hefur hljómsveitin haldið yfir 100 tónleika auk fjölda skólatónleika og fest sig rækilega í sessi sem menningarstofnun á Norðurlandi.

Vefurinn byggir á gagnagrunni með upplýsingum um hljómsveitina sem hægt er að kalla fram á marga mismunandi vegu. Einnig er hér að finna ýmislegt ítarefni um hljómsveitina; fundagerðir, ársskýrslur, fjölmiðlaumfjöllun o.fl. Vefurinn er lokaverkefni Mögnu Guðmundsdóttur í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.