HOF - HAMRABORG - HAMRAR

Heimili SN er menningarhúsið HOF. Þar er rekinn tónlistarskóli Akureyrar sem á í nánu samstarfi við sinfóníuna.

Aðal tónleikasalurinn er Hamraborg en hann er sérstaklega hannaður með flutning klassískar tónlistar í huga. Með sérstökum hljóðskjöldum má ráða hversu mikill endurómurinn er og hentar salurinn einnig vel til flutnings rafmagnaðrar tónlistar, sem kemur sér vel þar sem SN hefur og stefnir á að brú bilið milli tónlistartegunda með fjölmörgum tónleikum þar sem sinfóníski hljómurinn sameinast rokktónlist, raftónlist og Jazztónlist, o.fl.

Hamrar er minni salur sem hentar vel fyrir kammertónlist og einleiksverk. Einnig fyrir jazztónleika, þjóðlagatónlist, uppistand og aðra gjörninga. Þar er hægt að hafa standandi eða sitjandi viðburði en einnig er hægt að hafa borð og skapa einskonar kaffihúsastemmningu þar sem boðið er upp á veitingar á meðan viðburði stendur.

Sinfóníuhljómsveitin ætlar að sinna upptökustörfum fyrir kvikmynda og upptökuiðnaðinn. Aðstæður og tækjabúnaður Hofs til að taka upp sinfóníska tónlist er á heimsmælikvarða og ekki skemmir hljómburður Hamraborgar fyrir. Fyrsta upptökuverkefni SN var í febrúar 2015 þar sem upptökur á tónlist fyrir Grétu Salóme og Disney fóru fram.  Í kjölfari voru svo upptökur á  tónlist eftir akureyringinn Atla Örvarsson fyrir Sony á myndinni The Perfect Guy en Atli hefur getið sér gott orð í kvikmyndaborginni Hollywood.

Aðstæður á Akureyri til hýsa upptökuverkefni erlendis frá sem og innanlands eru sérstaklega góðar með gistiheimilin, hótelin, veitingahúsin og alla nauðsynlega þjónustu í næsta nágreni við Hof.