HLJÓMSVEITIN

Ýmsir hljómsveitarstjórar komu við sögu Kammerhljómsveitar Akureyrar. Sá sem þó oftast hélt um tónsprotann á þeim árum hennar var Roar Kvam. En  frá stofnun SN hefur Guðmundur Óli Gunnarsson verið aðalhljómsveitarstjóri. 

Margir gestastjórnendur hafa heimsótt hljómsveitina og má þar nefna Daníel Bjarnason, Daníel Þorsteinsson,  Gerrit Schuil, Giovanni Andreoli, Oliver Kentish, Bjarte Engeset. Stefnt er á að fá fleiri gestastjórnendur til liðs við hljómsveitina í náinni framtíð.

Hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands eru engir fastráðnir hljóðfæraleikarar. En stefnt er á í framtíðinni að svo verði. En þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti eins og t.d sveigjanleika til að geta brugðist hratt við þegar góðar hugmyndir fæðast og ný tækifæri til sköpunar gefast. Með tilkomu MAk og nýs tónlistastjóra, Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar verða nýjar áherslur í starfsemi SN og markmiðið að auka flölbreyttni og skapa fleiri tækifæri fyrir kjarna hljóðfæraleikara á norðurlandi.