Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri er starfrækt á jarðhæð hússins og er opin allt árið um kring.

Starfsmenn Upplýsingamiðstöðvarinnar veita alhliða upplýsingar um þjónustu og afþreyingu á svæðinu, svo sem gistimöguleika, veitingastaði, veður og færð á vegum, áætlunarferðir, skipulagðar ferðir og margt fleira á Norðurlandi og einnig víðar um land. Þar er jafnframt hægt að nálgast upplýsingabæklinga, bóka gistingu og kaupa ferðir, ferðakort, göngukort, póstkort, frímerki og fleira. Í Upplýsingamiðstöðinni eru nettengdar tölvur og símar sem hægt er að fá aðgang að gegn vægu gjaldi.

Þeir sem standa að rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar eru Akureyrarstofa, fyrir hönd Akureyrarbæjar, innanríkisráðuneytið og Ferðamálaráð.

Nánari upplýsingar er að finna á slóðunum http://www.nordurland.is/ og http://www.visitakureyri.is/.

Upplýsingamiðstöð ferðamála
Menningarhúsinu Hofi
Strandgötu 12
600 Akureyri
Sími: 450 1050
Netfang: info@visitakureyri.is