1862 Nordic Bistro

1862 Nordic Bistro, veitingastaður og kaffihús er miðstöð mannlífs í Menningarhúsinu Hofi. Frábær staðsetning við sjóinn gefur eitt besta útsýnið í bænum inn Eyjafjörðinn. Yfir sumarið er ómetanlegt að sitja undir berum himni og njóta blíðunnar á útisvæðinu og fylgjast með lífinu á sambátahöfninni og á „pollinum” ásamt þeim hundruðum ferðamanna sem rölta um svæðið daglega.

Mikið úrval af vönduðu dönsku smurbrauði, léttir bistróréttir. Heimabakað bakkelsi af ýmsum toga og ljúffengt kaffi, að ólgeymdri skemmtuninni að koma í Hof.

Þegar viðburðir eru í húsinu er tilvalið að njóta kvöldverðar á 1862 fyrir viðburð. Einnig er skemmtilegt að panta tapasdisk og drykk og eiga á merktu borði í hléi, þannig toppar þú góða kvöldstund í Hofi.

Á sunnudögum er okkar vinsæli dögurður á hlaðborði frá kl. 11:00 - 14:00 Þar er margt girnilegt að finna m.a. danska purusteik, egg, bacon, pylsur, kartöflur, brauð, álegg, ávexti, reyktan lax, salat, kæfu, síld, íslenska osta, áxaxtasafa, kaffi, úrval eftirrétta og margt fleira.

Veitingamennirnir á 1862 eru vel í stakk búnir til að þjónusta fundi, ráðstefnur, hátíðarkvöldverði, móttökur og veislur af öllum stærðum og gerðum. Í Hofi eru glæsileg salarkynni fyrir ráðstefnur, fundi og veislur.

1862 dregur nafn sitt af árinu sem að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi frá danakonungi Frederik VII.

Opnunartími yfir vetrartímann er: 

Mánudaga - laugardaga kl 11.30-18.00 og sunnudaga kl. 11.00-18.00. 

Opnunartíminn er framlengdur í takt við viðburði í húsinu. 

 

Opnunartími yfir sumartímann er: 

þriðjudaga og miðvikudaga kl 11.30-18.00, fimmtudaga - mánudaga kl. 11.30-21.00 (sunnudaga frá kl. 11.00). 

Opnunartími framlengdur í takt við viðburði í húsinu.