LLA Yngsta stig-4. og 5. bekkur vor 2018

Ungur leikari undirbýr sig fyrir sýningu

Námskeið fyrir börn í 4. og 5. bekk grunnskóla hefst 7. febrúar og lýkur 3. maí með sýningu hópsins fyrir aðstandendur í Samkomuhúsinu.
Kennt er á miðvikudögum bæði í Hofi og í Samkomuhúsinu.

Hópur 1: kl. 16:15-17:45.

Hópur 2: kl. 17:45-19:15.

Athugið að tímasetningar hafa breyst og tíminn hefur verið lengdur um 30 mínútur. Námskeiðið er því alls 18 stundir.  Kennarar eru Berglind Jónsdóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir.

Verð 35.000. kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 50% systkinaafsláttur. Hámark í hverjum hóp er 18. nemendur.

Skráningu á vorönn er lokið.