LLA Efsta stig-8. 9. og 10. bekkur Haustönn 2017

Ungir leikarar í Núnó og Júníu

Námskeið fyrir börn í 8. 9 og 10. bekk grunnskóla hefst 4. September og lýkur 24. nóvember með sýningu hópsins fyrir aðstandendur í Samkomuhúsinu. Námskeiðið er nú með breyttu sniði og hefur verið lengt til þess að mæta þörfum ungs fólks sem vill takast á við stærri listræna áskorun. Efsta stigið verður tvisvar í viku í kennslu og munu þau æfa leikrit undir leikstjórn tveggja kennara ásamt því að njóta aðstoðar búninga og leikmyndahönnuðar.
Kennt er á mánudögum kl. 17:45-19:15 og á miðvikudögum kl. 17:15-18:45 bæði í Hofi og í Samkomuhúsinu. Kennarar eru Berglind Jónsdóttir og Hrafndís Bára Einarsdóttir.  Námskeiðið er alls 36 stundir. Verð 52.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og Það er 50% systkinaafsláttur.

Skráningu er lokið