Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar

Leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar býður alla krakka velkomna í faglegan og skemmtilegan leiklistarskóla fyrir börn  og unglinga í  2.-10. bekk grunnskóla.  Í skólanum læra börnin öll helstu undirstöðuatriði leiklistar en fyrst og fremst miðar námið að því að nemendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki, aga og tækni, allt með gleðina í fyrirrúmi. Í vetur verða hóparnir ekki stærri en 12 börn til að mæta þörfum nemenda betur. Allir kennarar skólans eru fagmenntaðir á sviði leiklistar.

Haustönn 2018 hefst með skólasetningu í Samkomuhúsinu sunnudaginn 9. september kl 14:00 og kennsla hefjast í vikunni á eftir.
Önnin er 12 vikur og lýkur með sýningu fyrir aðstandendur í Samkomuhúsinu

Skráning hefst 22. ágúst fyrir haustönn og lýkur 3. september.
Í vetur verða fjögur stig við skólann; fyrsta-, annað-, þriðja- og efsta stig.

 

Fyrsta stig er fyrir börn í 2.-3. bekk grunnskóla og skiptist í tvo hópa:

Hópur A - mánudaga kl. 16:10-17:10 í Deiglunni.
Hópur B - þriðjudaga kl. 16:10-17:10 í Brekkuskóla.

Námskeiðið er alls 12 stundir.
Kennari er Jenný Lára Arnórsdóttir.
Námskeiðið mun miða að því að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og njóta þess að leika saman.

Verð: 35.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

 

Annað stig er fyrir börn í 4.-5. bekk grunnskóla og skiptist í tvo hópa:

Hópur A - mánudaga kl. 17:15-18:30 í Deiglunni.
Hópur B - mánudaga kl. 18:45-20:00 í Deiglunni.

Námskeiðið er alls 15 stundir.
Kennari er Berglind Jónsdóttir.
Námskeiðið mun miða að því að virkja leikgleðina og ímyndunaraflið og öðlast færni í líkamsbeitingu á sviði.

Verð: 40.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

 

Þriðja stig er fyrir börn í 6.-7. bekk grunnskóla.

Hópur A - þriðjudaga kl.17:15-18:45 í Brekkuskóla.

Námskeiðið er alls 18 stundir.
Kennari er Jóhann Axel Ingólfsson.
Námskeiðið mun miða að því að virkja leikgleðina og ímyndunarafliði og tileinka sér raddbeitingu og textameðferð á sviði.

Verð: 45.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

 

Efsta stig er fyrir börn í 8.-10. bekk grunnskóla.

Hópur A - miðvikudaga kl.17:15-19:15 í Deiglunni.

Námskeiðið er alls 24 stundir.
Kennari er Vala Fannell.
Námskeiðið mun miða að því að virkja leikgleðina og ímyndunaraflið og að skapa heilsteyptar og trúverðugar persónur.

Verð: 50.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

 

Allar nánari upplýsingar um Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar má nálgast með því að senda fyrirspurnir á netfang skólans, lla@mak.is