Heimsóknir

Á hverju ári kemur auk áhorfenda, fjöldi fólks í leikhúsið í ýmsum erindagjörðum; til að skoða Samkomuhúsið, kynnast starfseminni, kynnast leiklistinni, á námskeið, fyrirlestra eða einfaldlega til að skemmta sér.

Sérstaklega finnst barna- og unglingahópum gaman að koma í húsið, fara baksviðs og sjá eitt og annað í leikhúsinu sem ólíklegt er að þeir sjái annarsstaðar.

Við höfum í gegnum tíðina tekið á móti leikskólabörnum, börnum úr grunnskólum eða framhaldsskólanemum, ferðamönnum, fólki í óvissuferðum, Menntasmiðjunni og svo mætti lengi telja.

Fólk fær leiðsögn um húsið og fræðslu um starfsemina, leiklist og það sem er í gangi hverju sinni.

Heimsóknirnar eru að sjálfsögðu því háðar að við höfum aðstæður til að taka á móti fólki vegna æfinga eða annarrar vinnu í húsinu.

Ekki hika við að hafa samband við okkur og fá nánari upplýsingar eða óska eftir að fá að koma í heimsókn með því að senda tölvupóst á mak@mak.is.