Fara í efni

Ert þú Benedikt búálfur? Eða Dídí mannabarn? ÁHEYRNARPRUFUR

Við leitum að leikurum í fjölskyldusöngleikinn Benedikt búálfur sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í febrúar 2021.

Hlutverkin sem um ræðir eru Benedikt búálfur og Dídí mannabarn.

Opnar söng- og leikprufur verða haldnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri helgina 30.-31. maí og í Hörpu í Reykjavík helgina 6.-7. júní.

Aðeins leikarar, sem lokið hafa námi í leiklist eða hafa umtalsverða reynslu í atvinnuleikhúsi eða söng, koma til greina. Aldurstakmark er 18 ára.

 

Smelltu hér til að skrá þig til þáttöku

 

 

 

 

 

Til baka