Fara í efni

Eyrin Restaurant

Eyrin Restaurant opnaði í Hofi á haustdögum 2019. Eyrin býður upp á ljúffengan mat í notalegu umhverfi með fallegt útsýni yfir á Pollinn. Virka daga er boðið upp á hádegishlaðborð með fjölbreyttum réttum og auk þess er Eyrin tilvalin fyrir gómsæta kökusneið og rjúkandi kaffibolla.

Eyrin sér um alla veitinga- og veisluþjónustu á viðburðum í Hofi. Tilvalið er að njóta kvöldverðar í Hofi í góðra vina hópi fyrir viðburð eða panta létta drykki til að neyta í hléi. Hyggist þú halda veislu í Hofi ertu í góðum höndum því starfsfólk Eyrinnar hefur víðtæka reynslu af veisluhaldi og mun aðstoða þig við að sníða veisluna að þínum þörfum. 

Fyrirspurnir og bókanir sendist á netfangið info@eyrinrestaurant.is.

Endilega fylgist með Eyrinni á Facebook og Instagram.