Fara í efni

Barr Kaffihús

Barr kaffihús er nýtt kaffihús í Menningarhúsinu Hofi. Við tökum vel á móti þér í notalegu andrúmslofti við fallegasta útsýni bæjarins.

Á Barr Kaffihúsi er lögð áhersla á kaffi í hæsta gæðaflokki frá kaffibrennslumeisturum Te & Kaffi. Rík áhersla er á samstarf við framleiðendur úr héraði, vandaða þjónustu og skemmtilegar nýjungar í bland við hefðir. Boðið er upp á súrdeigsbrauð frá Böggvisbrauði, girnilegar kökur frá Orðakaffi, ljúffengar súpur og beyglur frá Ghost Kitchen og dásamleg lífræn vín og náttúruvín frá Berjamó. 

Í jólavertíðinni mun Barr, í samstarfi við kokkana í Ghost Kitchen, bjóða upp á girnilegan jólasmáréttaplatta. Hægt verður að fyrirfram panta dásamlega jólarétti sem hægt er að njóta fyrir jólaviðburði í Hofi. Pantanir fara fram í gegnum miðasölu Tix.is eða á barrkaffihus@mak.is. Jólaseðilinn má sjá hér.

Barr sér um alla veitinga- og veisluþjónustu á viðburðum í Hofi. 

Veitingastjóri Barr er Silja Björk Björnsdóttir.

Fyrirspurnir og bókanir fyrir stærri viðburði sendist á netfangið siljabjork@mak.is.

Endilega fylgist með Barr á  Facebook og Instagram.

 

Opnunartími í nóvember og desember

Mánudaga til fimmtudaga - 10:00-17:00
Föstudaga frá 10:00-20:00
Laugardaga frá 12:00-20:00

Alltaf opið í kringum viðburði.

Barr Kaffihús verður lokað frá 24.desember til 5.janúar.