Fyrsta stig

Fyrsta stig er fyrir börn í 2.-3. bekk grunnskóla:

 

1A - Mánudaga kl. 15:00 - 16:00

Námskeiðið er alls 14 stundir auk lokasýningar.

Kennari er Jenný Lára Arnórsdóttir.

jennylara@mak.is

s: 847 6921 

 

Hægt er að innrita nemendur í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar HÉR

 

Námskeiðið mun miða að því að auka rýmisvitund á sviði ásamt því að finna hver fókuspunkturinn er hverju sinni.

Kennslutæki: Leikir sem nýtast í að vera meðvituð um staðsetningu sína á sviði og hver fókuspunkturinn er. Styrkurinn fundinn í því að vinna saman í hóp og styðja við hvert annað.

Lokasýning í Samkomuhúsinu fyrir foreldra með lýsingu, búningum og leikmunum. Props notað til að hjálpa til við rýmisvitund og fókus.

Markmið: Að hafa gaman og læra hvernig leikur á sviði er öðruvísi en leikur í herbergi.

Verð: 35.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

 

Kennsla Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á vorönn 2020 fer fram í Ungmennahúsinu á 4. hæð Rósenborgar.

 

Allar nánari upplýsingar um Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar má nálgast með því að senda fyrirspurnir á netfang skólans, lla@mak.is