Fjórða stig

Fjórða stig er fyrir börn í 8.-10. bekk grunnskóla:

 

4A - miðvikudaga kl.16:15 - 18:15

4B - föstudaga kl.16:00-18:00

Námskeiðið er alls 28 stundir auk lokasýningar í Samkomuhúsinu.

Kennari er Vala Fannell

vala@mak.is

s: 847 6925 

 

Hægt er að innrita nemendur í Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar HÉR

 

Námskeiðið mun miða að því að virkja leikgleðina og ímyndunaraflið og að skapa heilsteyptar og trúverðugar persónur.

Kennslutæki: Handritið, fara yfir senur og skoða hvar og hvernig þankagangur persónanna breytist og afhverju. Skoða hvaðan persónan er að koma og hvert hún er að fara. Leikir sem auka skilning á status (innir og ytri), tempó (innir og ytri), ákvarðanatökum og þess háttar.

Sýningin í lengri kantinum. Unnið með verk sem tengist þeirra hugarheimi og tilveru. Persónusköpun fælist í því að vinna að því að búa til trúverðugar persónur í trúverðugum aðstæðum. Skoða ferðalag persónunnar í gegnum verkið, sem og í hverri senu og hvernig það getur hjálpað til að skilja persónuna betur.

Markmið: Að hafa gaman, skilja hvernig handritið hjálpar okkur við að skilja persónurnar og hvaðþær hugsa og þar með hvað þær vilja, geta mótað heilsteyptari og trúverðugari persónur.

 

Verð: 50.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

 

Kennsla Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á vorönn 2020 fer fram í Ungmennahúsinu á 4. hæð Rósenborgar.

 

Allar nánari upplýsingar um Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar má nálgast með því að senda fyrirspurnir á netfang skólans, lla@mak.is