Annað stig

Annað stig  er fyrir börn í 4.-5. bekk grunnskóla og skiptist í þrjá hópa:

 

2A - mánudaga kl. 18:00-19:15
2B - þriðjudaga kl. 17:30-18:45
2C - fimmtudaga kl. 18:10-19:25 

Námskeiðið er alls 15 stundir. 

Kennari er Sesselía Ólafsdóttir. 
lla@mak.is
s: 849 4601 

Námskeiðið mun miða að því að virkja leikgleðina og ímyndunaraflið og öðlast færni í líkamsbeitingu á sviði.

Kennslutæki: Fýsík, leikir sem nýtast í sviðsetningu, meðvitund um líkamann og virkja ímyndunaraflið. Notast við líkamann til að skapa persónur.

Æfðar verða senur sem verða hluti af stærri sýningu með 3. stig hópum. Einbeitt sér að því að skilja líkamann í samhengi við sviðið og þá sem eru á sviðinu.

Markmið: Að hafa gaman og skilja staðsetningu og líkamsbeitingu á sviði.

 

Verð: 40.000 kr. Hægt er að nýta frístundastyrk sem hluta af greiðslu og það er 30% systkinaafsláttur.

Kennsla Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar á vorönn 2019 fer fram í Menningarhúsinu Hofi.

Allar nánari upplýsingar um Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar má nálgast með því að senda fyrirspurnir á netfang skólans, lla@mak.is