Fara í efni
Dags Tími
24 .maí '17 20:00
25 .maí '17
26 .maí '17
27 .maí '17

Vaka 2017 - tónleikar - námskeið - málþing - hádegissamspil

Þjóðlistahátíðin Vaka á Akureyri verður í Menningarhúsinu Hofi, frá miðvikudagskvöldi til laugardagskvölds. ÁVöku verða 7 tónleikar þar sem gefst einstakt tækifæri til að kynnast hefðbundinni tónlist frá Íslandi, Írlandi, Englandi, Skotlandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Eistlandi. Þar má sjá og heyra frábæra tónlistarmenn spila á fiðlu, sello, langspil, harmoniku, írskar flautur, írskar sekkjapipur, klarinett, banjo og hurdy-gurdy. Einnig koma fram á Vöku kvæðamenn víðsvegar að af landinu og sungnir verða tvísöngvar, stemmur og ensk, írsk, skosk, íslensk, sænsk og norsk þjóðlög. 

Í hádeginu fimmtudag, föstudag og laugardag er Hádegissamspil þar sem tónlistarmenn Vöku koma saman á 1862 Nordic Bistro til að spila hver með öðrum eða "jamma" eins og það er kallað. Þangað eru allir velkomnir hvort sem þeir vilja bara horfa á eða koma með hljóðfæri sitt og spila með.

Viljirðu fara á fleiri tónleika á Þjóðlistahátíðinni Vöku getur þú keypt þér hátíðarkort sem veitir aðgang að öllum tónleikum Vöku og 50% aflsátt af námskeiðum.

  • Tónar og tal, 25. og 26. maíkl. 17:00 eru stuttir og persónulegir tónleikar þar sem tónlistarmenn hátíðarinnar sitja fyrir svörum og áhorfendur fá tækifæri til að fræðast um tónlist þeirra og hljóðfærin.
  • Kvöldtónleikar, 24., 25., 26. og 27. maíkl. 20:00 eru tónleikar í fullri lengd þar sem fram koma tónlistarmenn og dansarar Vöku.
  • Kvæðamannatónleikarnir verða kl. 14:00 laugardaginn 27. maí. Þar verða Disneyrímur eftir Þórarinn Eldjárn frumfluttar í heild sinni af kvæðamönnum víðsvegar að af landinu á skemmtilegan og persónulegan hátt.

 

Nánari upplýsingar á www.vakafolk.is

-------------------------------------------------------------

* 20% afsláttur er veittur fyrir eldri borgara, nemendur, atvinnuleitendur og öryrkja. Aflsáttarmiða er einungis hægt að kaupa í miðasölunni í Hofs gegn framvísun viðeigandi skilríkja.