Kaupa miða
Dagsetning: 13.07.2017
Tími: 20:00
Verð frá: 2.000 kr.
Salur: Hamrar

Úlfar, World Narcosis og Brák

Hljómsveitirnar Úlfar, World Narcosis og Brák koma fram á tónleikum í Hofi í sumar. Sveitirnar eiga það sameiginlegt að vera á jaðri nútímatónlistar og að hafa gert það gott í íslensku jaðarsenunni undanfarin ár. Þær munu nú gjósa upp á yfirborðið með tónleikum í Hofi þann 13. júlí. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá World Narcosis í fyrsta sinn á Akureyri auk þess sem þetta eru fyrstu tónleikar sveitanna Úlfar og Brák norðan heiða á árinu.

Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Listasumar og Menningarfélag Akureyrar.