Fara í efni
Vínartónleikar fyrir alla fjölskylduna
Dags Tími
10 .jan '16 14:00
Verð: 2900

Nýárstónleikar fyrir alla fjölskylduna

Á þessum tónleikum verður sannkölluð hátíðarstemning. Barnafordrykkur verður í boði fyrir tónleikana og bryddað verður upp á ýmsu skemmtilegu. Allir eru hvattir til þess að mæta í sínu fínasta pússi, galakjólum og glimmerdressum. 

Á tónleikunum verða fluttar margar af þekktustu perlum þeirra Straussfeðga og dansaðir vínarvalsar. Johann Strauss sjálfur mun hugsanlega mæta í eigin persónu og verða aðalstjarna tónleikanna. Einnig verður flutt tónlistarævintýrið Strengir á tímaflakki fyrir strengjakvartett og sögumann. Ævintýrið er eftir Pamelu De Sensi en tónlistin er eftir Steingrím Þórhallsson. Það fjallar um fjórar köngulær í strengjakvartett sem fara á tímaflakk í gegnum töfrahurð og kynnast bæði Mozart og Vivaldi á skemmtilegu ferðalagi. Einnig verður köngulóardansinn Tarantella kynntur til sögunnar og boðið upp á danskennslu. Strengjakvartettinn Tígull mun sjá um tónlistarflutning og að auki koma fram dansarar frá Dansskólanum Akri.

 Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Töfrahurð, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Tónlistarfélags Akureyrar, Dansskólans Akurs og Menningarhússins Hofs.

Höfundur, Strengir á tímaflakki: Pamela De Sensi
Tónlist, Strengir á tímaflakki: Steingrímur Þórhallsson
Einsöngvari: Ívar Helgason
Hljóðfæraleikarar: Zsuzsanna Bitay fiðla, Marteinn Ingvason fiðla, Eydís Úlfarsdóttir víóla og Ásdís Arnardóttir selló
Dansarar frá Dansskólanum Akri
Myndskreytingar, Strengir á tímaflakki: Kristín María Ingimarsdóttir

 

 

Miðasala hefst 27. ágúst kl. 10.00