Fara í efni
Dags Tími
05 .apr '17 20:00

Stína Ágústsdóttir söngkona og sænski píanóleikarinn Leo Lindberg flytja nokkur frumsamin lög ásamt blöndu af blúsuðum standördum og fönkfylltu poppi. Meðleikarar þeirra eru ekki af verri endanum en Max Schultz, sænska gítarhetjan, og Chris Montgomery, einn eftirsóttasti jazztrommari Svíþjóðar, verða með þeim og má því búast við einstaklega skemmtilegum tónleikum.  Stína og Leo fengu auk þess styrk frá sænsk-íslenska samstarfssjóðnum til að halda í tónleikaferðalag til Íslands en þau eru bæði búsett í Stokkhólmi.

Hljómplata Stínu, Jazz á íslensku, var tilnefnd til bestu plötu í jazz- og blúsflokki á íslensku tónlistarverðlaununum nú í ár og Leo hefur hlotið fjöldann allan af styrkjum og verðlaunum fyrir hljóðfæraleik.

Max Schultz hefur leikið með öllum helstu jazzstjörnum Svíþjóðar og þó víðar væri leitað en hann tók m.a upp plötu með Herbie Hancock árið 2001. Það er einstakur heiður fyrir Stínu og Leo að fá slíkan tónlistarmann með sér til landsins og ætti jazz- og blúsáhugafólk alls ekki að láta þessa tónleika framhjá sér fara.

Hér má hlusta á uppkast af einu lagi sem verður flutt á tónleikunum, Changing Hues (lag Leo Lindberg, texti Stína Ágústsdóttir) :

https://soundcloud.com/stinaaugust/changing-hues