Fara í efni
Fjölskyldutónleikar sem enginn má missa af
Dags Tími
06 .sep '15 16:00
Verð: 5400

Uppáhaldslögin þín úr Ávaxtakörfunni og Skilaboðaskjóðunni

Það er ekki ofsögum sagt að lögin úr Skilaboðaskjóðunni og Ávaxtakörfunni séu meðal vinsælustu barnalaga síðari ára. Hver hefur ekki sönglað við spegilinn „ég ætla að punta punta punta, gera mig fína fína fína “? Einhverjir eiga erfitt með að ganga í takt nema fá aðstoð frá Græna banana „hep tú hep tú“ og vinkonulagið hefur heyrst inni í hverjum einasta skóla landsins „vinkonur, við erum vinkonur já há“. Skilaboðaskjóðan vekur ekki síður upp góðar minningar. Maddamamma saumakona heldur í hönd okkar á erfiðum tímum og dvergarnir skemmtilegu sem eru “sniðugir og snjallir og snillingar allir” létta lífið. Hápunkturinn er þó auðvitað þegar við með samstilltu átaki björgum Putta litla úr klóm tröllsins „harka, parka, inn skal arka, nú allir saman einum rómi annars er það ekki að marka“.

Stefán Karl er sögumaður á þessum tónleikum. Hann leiðir okkur í sannkallaðan ævintýraheim sem er bundinn saman af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og söngvurunum fjórum, Stefáni sjálfum, Selmu Björns, Sigríði Thorlacius og Eyþóri Inga.

 

Aðstandendur:
Hljómsveitarstjóri: Jóhann G. Jóhannsson
Tónlist, Ávaxtakarfan: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Texti, Ávaxtakarfan: Kristlaug Sigurðardóttir
Tónlist, Skilaboðaskjóðan: Jóhann G. Jóhannsson
Texti, Skilaboðaskjóðan: Þorvaldur Þorsteinsson

Sögumaður: Stefán Karl

Söngvarar: Stefán Karl Stefánsson, Selma Björnsdóttir, Sigríður Thorlacius og Eyþór Ingi Gunnlaugsson.