Fara í efni
Komdu og rannsakaðu það litróf sem er á milli leikja, sviðslista og tölvuleikja, hefðbundinna þjóðlegra leikja og gagnvirks leikhúss.
Dags Tími
30 .ágú '15 09:30
Verð: 1800
Vinnustofan er viðburður á Play Akureyri sem er fyrsti vísir að leikjaleikhúshátíð á Akureyri í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar og Hofs í formi ör-hátíðar á Akureyrarvöku. Um allan heim er þáttökuleikhús í hinu opinbera rými orðið vinsælt og er þá oft í formi leikja sem þó hafa söguþráð eða framvindu og oft tengd kunnuglegu þema. Þessi örhátið mun standa yfir í tvo daga. 
Þann 29. ágúst verður áherslan á FEN - Ferð til enda nætur (FEN).  Á sunnudeginum 30. ágúst er vinnustofan ,,Leikum með leikhús".  Vinnustofan er ætluð öllum sem nýta leiki í sköpun sinni hvort sem það er í sviðslistum eða öðrum skapandi greinum. Við munum nota götuleikin FEN Ferð til enda nætur (sem spilaður verður laugardaginn 29. ágúst á Akureyri) sem dæmi um leik því væri það gagnlegt ef að þáttakendur myndu taka þátt í þeim leik. Við munum nota leik og samtal til þess að rannsaka þessar spurningar og eflaust margar fleiri.

  • Hvernig getur stafrænn leikur náð  lengra en skjárinn og orðið meira lifandi og samfélagslegri?
  • Hvernig geta við boðið áhorfendum að leika án þess að þeim líði eins og þeir hafi verið þvingaðir til að "taka þátt" ?
  • Hvað getum við lært af leikjum leikvallarins og hefðbundum "analog" leikjum?
  • Leikir eru kerfi og okkar veröld er samsett úr kerfum. Hvernig getum við notað skilning okkar á leikjahönnun til þess að ögra og breyta þeim kerfum sem hafa áhrif á okkar daglega líf?

William Drew sem mun leiða vinnustofuna er rithöfundur,listamaður og leikjahönnuður búsettur í London. Sem Venice as a Dolphin gerir hann verk sem eru á mótum lifandi flutnings og leikja. Verk hans eru meðal annars:

  • The Eschaton á mismunandi hátíðum
  • Ping Pong Plus í Barbican Centre
  • The Hunt for the Yellow Banana (í samstarfi við Andrea Hasselager) á götum Malé
  • Kill Your Speed: A History of Urban Snail Racing from 1979 to the Present Day í Theatre Delicatessen
  • Public Radio í Camden People’s Theatre

Sem meðlimur Coney hefur William unnið með Tassos Stevens að sköpun mismunandi verka þar á meðal Adventure 1 in an undisclosed central London location, Crowd Play á Generator Malta Festival í Poznan og w00t festival í Kaupmannahöfn og Future Play sem hluta af Futurefest í Shoreditch Town Hall. Önnjur Coney verkefni í vinnslu eru ‪#‎MYSTERYCOLLECTIVE‬ á Forest Fringe, Edinburgh. Í november er hann sýningarstjóri an Evening of Play for Coney í Camden People’s Theatre.

Finndu þinn uppáhaldsleik og komdu með hann með þér eða hlut sem táknmynd fyrir hann. Þetta má túlka á þann hátt sem þú vilt. Vinnustofan verður haldin í Rýminu á Akureyri þann 30 . ágúst og skráningargjald er 1800kr. Athugið einungis 30 komast á vinnustofuna.

 Dagskrá 

 9:30 Kynning og skráning í Rýminu. 

10:00 Vinnustofa

12:30 Matur

13:00 Vinnustofa

16.30 Samantekt

17.00 Vinnustofu lýkur