Fara í efni
Hljómsveitin Nýdönsk heldur áfram uppteknum hætti og blæs til árlegra hausttónleika í Hofi. Boðið verður upp á tvenns konar tónleika þetta árið sem bera yfirskriftina “Skemmtilegustu lögin” og “Leiðinlegustu lögin” og geta grjótharðir aðdáendur Nýdanskrar keypt miða á báða tónleikana með afslætti.
Dags Tími
19 .sep '15 21:00
Verð: 7

Hljómsveitin Nýdönsk heldur áfram uppteknum hætti og blæs til árlegra hausttónleika í Hofi. Boðið verður upp á tvenns konar tónleika þetta árið sem bera yfirskriftina “Skemmtilegustu lögin” og “Leiðinlegustu lögin” og geta grjótharðir aðdáendur Nýdanskrar keypt miða á báða tónleikana með afslætti.

“Skemmtilegustu lögin” eru tónleikar sem innihalda vinsælustu lög sveitarinnar; þau lög sem útvarpsmenn og aðdáendur hafa spilað hvað mest og óskað oftast eftir að heyra á löngum ferli hljómsveitarinnar. 

“Leiðinlegustu lögin” eru hinsvegar tónleikar þar sem lög sem sjaldan heyrast leikin; þykja of tormelt til útvarpsspilunar, heyrast ekki á tónleikum alla jafna eða eru hugsanlega orðin óþolandi eftir öll þessi ár sem Nýdönsk hefur staðið í eldlínunni. 

Í tilefni tónleikanna og til að fylgja eftir velgengni hljómplötunnar Diskó Berlín og frábærum hausttónleikum í á síðasta ári hefur hljómsveitin Nýdönsk sent frá sér lagið Heimsins stærsta tár sem má heyra hér https://soundcloud.com/nydonsk/heimsins-staersta-tar

 Hljómsveitina skipa sem fyrr Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Jón Ólafs, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson.

Leiðinlegustu lögin verða kl. 17. Miðaverð kr. 3.990
Skemmtilegustu lögin verða kl. 21. Miðarverð kr. 6.990

Hægt er að kaupa miða á báða tónleika í einu með afslætti, kr. 8.990

 

Almenn miðasala hefst á hádegi 7. maí

 Áhugasamir geta fylgst með Nýdönsk og undirbúningi tónleikanna á Facebook https://www.facebook.com/nydonsk