Fara í efni
Dags Tími
27 .okt '15 18:00

Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur í tónleikaferð, landshorna á milli, með glæsilega dagskrá í farteskinu. Hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Daníel Bjarnason stjórnar meðal annars eigin verki sem var frumflutt af Fílharmóníuhljómsveitinni í Los Angeles undir stjórn Gustavos Dudamel síðla árs 2013 og vakti mikla athygli.
Einnig hljómar eitt allra fegursta tónverk sögunnar, hinn undurfagri klarínettkonsert Mozarts í flutningi eins okkar fremsta tónlistarmanns af yngri kynslóðinni, Arngunnar Árnadóttur. Tónleikunum lýkur á stórbrotinni og hádramatískri sinfóníu Tsjajkovskíjs sem var samin á miklu erfiðleikaskeiði í lífi hans árið 1877.


Það er Flugfélag Íslands sem ljær hljómsveitinni vængi á ferðalaginu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og verður opnað inn í salinn tuttugu mínútum áður en tónleikar hefjast. 

Daníel Bjarnason: Blow Bright
W.A. Mozart: Klarínettkonsert
Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 4

Stjórnandi: Daníel Bjarnason
Einleikari: Arngunnur Árnadóttir