Fara í efni
Dags Tími
13 .feb '16 20:00
Verð: 4500

Karlakór Dalvíkur og Kristjana Arngrímsdóttir

flytja lög eftir bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni í Hofi (Hömrum)
þann 13. febrúar kl. 20.00.
Stjórnandi er Páll Barna Szabó
Undirleikari er Daníel Þorsteinsson 

Á söngskránni eru ýmis þekkt lög þeirra bræðra, einkum úr söngleikjunum Rjúkandi ráð, Járnhausnum, Allra meina bót og Deleríum búbónis. Nefna má: Fröken Reykjavík, Við heimtum aukavinnu, Augun þín blá, Einu sinni á ágústkvöldi og Brestir og brak.

Karlakór Dalvíkur rekur sögu sína til ársins 1952, þegar söngfélagið Sindri var stofnað, en nafninu síðar breytt í Karlakór Dalvíkur.
Kórinn hefur staðið fyrir metnaðarfullum verkefnum, svo sem Rokkprógrammi (Bítlarnir og Queen), Sjómannalagaprógrammi og Svarfdælasögu. Auk þess hefur kórinn gefið út þrjá geisladiska með lögum sínum.