Fara í efni
Dags Tími
21 .jan '17 20:00

Improv Ísland - grínsýning spunnin á staðnum!

 

"Mikil skemmtun og ótrúlega mikil stemmning í salnum"

Bergsteinn Sigurðsson og Hlín Agnarsdóttir - Menningin, Kastljósi

 

Hver sýning Improv Ísland er spunnin út frá orði frá áhorfendum. Allt getur gerst og ekkert er ákveðið fyrifram. Hver sýning er frumsýning og lokasýning. Improv Ísland er nýr spunaleikhópur sem hefur hlotið mikið lof fyrri fyndnar, óútreiknanlegar og kraftmiklar sýningar. Troðfullt var á allar sýningar hópsins síðasta vetur í Þjóðleikhúskjallaranum. Hópurinn var tilnefndur til Grímuverðlaunanna 2016 sem Sproti ársins. 

Improv Ísland er leikhópur sem sérhæfir sig í langspuna. Hver sýning er spunnin á staðnum út frá einu orði frá áhorfendum og ekkert er ákveðið fyrirfram. Hvorki óahorfendur né leikarar vita því hvað mun gerast. Improv Ísland hefur sérhæft sig í nokkrum mismunandi formum langspunans, m.a söngleikjaspuna þar sem heill söngleikur er spunninn á staðnum. Á hverri sýningu eru sýnd mismunandi form langspuna. 

Hópurinn hefur komið fram víðsvegar um landið og í Bandaríkjunum á síðastliðnum árum við mjög góðar undirtektir. 

Listrænn stjórnandi er Dóra Jóhannsdóttir

http://www.improvisland.com

Sýningin er um 100 mínútur það er eitt hlé.