Fara í efni
Dags Tími
22 .nóv '16 20:00

St Petersburg Festival Ballet og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky

 UPPSELT !

 

Hnotubrjóturinn breytist í prins og leiðir Maríu inn í ævintýraland þar sem allt getur gerst.

 

Jólastemningin ræður ríkjum í Hnotubrjótnum sem er einn vinsælasti ballet sögunnar. Þar leikur tónlist Tchaikovskys stórt hlutverk enda er hún ómissandi hluti af jóladagskrá margra sinfóníuhljómsveita um allan heim. Það er Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sannur heiður að setja upp Hnotubrjótinn í samvinnu við Hátíðarballettinn frá Pétursborg.

St Petersburg Festival Ballet var stofnaður til að endurspegla bestu hefðir og anda Pétursborgarballettsins í sýningarferðum um allan heim. Glæsileiki, þokki og léttleiki er það sem einkennir Hátíðarballett Pétursborgar enda hafa aðaldansararnir unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna.

Stjórnandi er Sergey Fedoseev. Marius Petipa er danshöfundur og um búninga og umgjörð sér Vyacheslav Okunev.

Í september 2015 var reist menningarbrú milli Hofs og Hörpu, en markmið hennar er að auka tækifæri listamanna til að sýna list sína bæði fyrir sunnan og norðan og fjölga viðburðum á vegum menningarhúsanna. 

 

Koma rússneska ballettsins til Akureyrar er möguleg með menningarbrú Hofs og Hörpu.

Hnotubrjóturinn verður sýndur í Hörpu í Reykjavík í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Miðasala fer fram hér

 

 Börn 12 ára og yngri fá helmings afslátt á tónleikana í miðasölu Hofs!