Fara í efni
Dags Tími
21 .okt '15 20:00
Verð: 500

Endurholdgun og merking lífsins
samkvæmt Gralsboðskapnum

Er mannvera aðeins efniskenndur líkami eða er hún andi sem holdgerist í jarðneskum hjúp?
Lifum við aðeins einu sinni hér á jörð eða holdgerumst við nokkrum sinnum?
Til er margt sem sýnir að endurholdgun er staðreynd.

Í Gralsboðskapnum er ferli endurholdgunar útskýrt á eðlilegan og rökréttan hátt. Vitneskja um endurholdgun leiðir til einfaldra og sannfærandi svara við mörgum óleystum spurningu lífsins svo sem um mismunun við fæðingu og örlög. Hún hjálpar okkur einnig að skilja betur okkur sjálf og að finna merkingu lífsins.

 

Frummælandi:
Christopher Vasey, fæddur í Sviss, stundar náttúrulækningar og hefur ritað bækur um óhefðbundnar lækningar og andleg málefni.
Frá árinu 1988 hefur hann ritað margar bækur sem gefnar hafa verið út á ýmsum tungumálum.
Hann heldur reglulega fyrirlestra í Evrópu og Norður Ameríku.

Miðvikudaginn 21. október kl. 20:00
Hofi, Hamrar, Akureyri
Aðgangseyrir  ISK 500.-